Íslensk olíufélög...

Ég bý í Kanada og hér er bensínið á 125kr líterinn ca. Munurinn er sá á því íslenska á móti hinu kanadíska verði að hér er notast við miklu lægri oktanatölu, eða 87okt í staðinn fyrir 95okt heima og grunar mig að ef 87okt væri selt heima að þá væri hægt að lækka gríðarlega kostnað heimilanna. Þetta má samt bara sannfæra ef heiðarlegur viðskiptamaður setti upp olíufyrirtæki sem seldi þessa gráðu bensíns. Þetta er viðskiptahugmynd sem gæti skapað örfá störf á Íslandi auk þess að minnka kostnað við ýmsan fyrirtækjarekstur og heimilishald víða um land. Aftur á móti er það verr og miður að ríkisstjórnin neitar ítrekað að samþykkja nýjar hugmyndir og er það ein megin ástæða þess að ég bý í útlöndum. 
mbl.is Lækkun á olíumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Snorri.

Sum olíufélög hafa verið að selja bensín með mismunandi oktantölu, það hefur þó alltaf virkað á þann veg að verð hækkar.

Megin ástæða fyrir háu eldsneytisverði hér heima er skattlagning stjórnvalda. Það er ekki nóg með að lagðir séu skattar á eldsneytið, heldur er síðan lagður virðisaukaskattur á skattana!! Því margfaldast alltaf hver krónuhækkun vegna verðbreytinga erlendis og gengis dollars v/s krónu. Ríkið græðir!!

Þetta, ásamt því að olíufélögin virðast hafa algerann sjálftökurétt og virðist sem samráð þeirra í millum sé á háu plani, er orsök á óeðlilega háu verði eldsneytis.

Verðmismunur frá 125 kr/l og 209 kr/l  skýrist ekki af oktantölunni, þó hún geti vissulega haft eitthvað að segja.

Gangi þér allt í haginn í Kanada.

Gunnar Heiðarsson, 9.12.2010 kl. 09:55

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

hérna á Filipseyjum er verðið 90kr til 106kr eftir octan tölu

Magnús Ágústsson, 9.12.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband