Fyrsta færsla
3.12.2010 | 23:15
Ég mun ekki vera aktívur hérna að ráði tel ég en ef eitthvað sniðugt kemur upp þá skrifa ég líklegast um það.
Gunnar Örn Arnarson og kona hans Elísabet Sif hafa tekið mér vel og gefið mér húsaskjól undanfarna daga, eftir að ég lenti í martröð leigjandans þar sem húsinu var kippt undan mér og ég átti að hafa 3 - 5 daga til að finna mér annað húsnæði. Í borg þar sem ég þekki fáa og á enga fjölskyldu reyndist það ómögulegt. Húsið sem ég var í fyrir varð vatnslaust því línan lá á jörðinni og var gegnfreðin í viku. Húsið sjálft var í lamasessi og hvert skipti sem send var kvörtun til leigusala, þá var bara einn maður sem tók við og sá sagði fyrirtæki sínu aldrei frá. Vinir mínir kvörtuðu í tæpt ár til daufra eyrna og ég lenti í þessum vandræðum með þeim. Ég er mjög þakklátur þessu góða fólki sem hjálpar mér í svona neyð.
Ég bý í borginni núna, ég bjó áður í Maple Ridge, sem er svona skítug úthverfisborg austan við Vancouver og tekur klukkutíma að keyra á milli þeirra í engri umferð en 2-3 tíma með umferð.
Líklegt þykir að ég muni byrja í Bootcamp meðferð á vegum Gunnars og mun ég píndur verða með líkamlegum þjáningum og andlegri vanlíðan, þeirri sem felst í því hversu miklu auðveldara lífið væri ef ég fengi bara að setjast í sófann, éta köku og sofa. Góða lífið er vonda lífið og erfiða lífið er góða lífið.
Ég skrifa aftur við tækifæri, er þreyttur í hendinni einsog er svo við heyrumst seinna bara.
SnorriK.
Athugasemdir
Halló kúturinn minn!
Hér er ég og búin að senda á þig bloggvináttu
Kveðja, mamma
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.